Tungulax - Til leigu , KirkubæjarklausturTegundLóð / Jarðir Stærð521.30 m2 Herbergi Baðherbergi

Eignatorg kynnir. Leitað er að rekstraraðila að fiskeldisstöðinni Tungulaxi, Skaftárhreppi, landnr. 163641. Til staðar er fiskeldisstöð með afar fullkomnum tækjakosti sem gefur mikla möguleika og tvær íbúðir sem geta fengist leigðar.
Mjög miklir tekjumöguleikar eru fyrir hendi. Stöðin er mjög vinnulétt og auðvelt að sækja aðra vinnu meðfram rekstri hennar.

Skv. skráningu Þjóðskrár er klakhús, byggt 1972 samtals 461 fm og aðstöðuhús (Íbúðarhús), byggt 1988 samtals 60,3 fm. Innan klakhúss er 3ja herbergja íbúð.

Um áratuga skeið hefur verið starfrækt fiskeldisstöð á jörðinni, aðallega bleikjueldi, en starfsemi liggur niðri eins og er. Til staðar eru afar hagstæð skilyrði til fiskeldis, ekki síst fyrir gæði vatns sem jörðin hefur eignarrétt á en einnig er húsakostur góður.
Afkastageta stöðvarinnar með þeim tækja- og húsakosti sem til staðar er í dag er nærri 800.000 - 1.000.000 laxaseiði á ári eða 30 - 35 tonn af bleikju í sláturstærð.

Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is

 

í vinnslu