Hamar , 512 Hólmavík
Tilboð
Lóð/ Jörð
0 herb.
684 m2
Tilboð
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
92.730.000
Fasteignamat
14.979.000

Eignatorg kynnir: Hamar, Strandabyggð. Um er að ræða sérlega áhugaverða jörð í botni Ísafjarðardjúps. Jörðin er í u.þ.b. 3,5 klst. akstursfjarlægð frá Reykjavík og u.þ.b. 50 mínútna fjarlægð frá Hólmavík. Íbúðarhús hefur fengið gott viðhald á undanförnum árum. Heildar landstærð jarðarinnar í séreign er talin vera nærri 1.700 – 1.800 hektarar og að miklu leiti fjalllendi en undirlendi er næst sjó og á jörðin aðgang að sjó og strandlengju að vestanverðu. Nokkur rjúpnaveiði er á jörðinni. Ljósleiðari er komin inn og tengdur.

Skráning HMS á húsakosti er eftirfarandi:

•    Íbúðarhús byggt 1946, samtals 166,2 fm.
•    Fjárhús byggt 1974, samtals 286,4 fm.
•    Fjós byggt 1958, samtals 55,3 fm.
•    Hesthús byggt 1949, samtals 29,0 fm.
•    Hlaða byggð 1975, samtals 147,2 fm.

Jörðin er seld án rekstrar og framleiðsluréttar.

Íbúðarhús er á tveimur hæðum og skiptist efri hæð í í forstofu, stofu,  eldhús og þrjú herbergi.
Steyptur stigi er niður á neðri hæðina sem skiptist í  hol, bakinngang, tvö herbergi, herbergisgang, stofu með kamínu, baðherbergi, geymslu og þvottahús.
Hiti er í gólfum á neðri hæð.
Rúmgóður sólpallur er við húsið með skjólveggjum.
Á sólpalli neðan og vestan við húsið er saunatunna og rafkyntur pottur.
Húsið er hitað upp með rafmagni.
Neysluvatn kemur úr eigin borholu.
Ljósleiðari er komin inn og tengdur.
Húsið var endurnýjað verulega á árunum frá 2004 – 2008, m.a. þakefni, gluggar, vatnslagnir, frárennsislagnir, rafmagnstafla o.fl.
Frá húsinu er stórkostlegt útsýni yfir Ísafjarðardjúpið.

Fjárhús eru í góðu standi, óeinangruð með áburðarkjallara sem hefur verið hreinsaður út og nýtist sem geymsla. Í fjárhúsunum hefur verið sett upp rúmgóð upphituð geymsla.
Sambyggð hlaða er óeinangruð en í góðu standi.

Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0 - 1,8%. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.