Húnabraut 1, 530 Hvammstangi
Tilboð
Einbýli/ Einbýlishús á þremur hæðum
4 herb.
199 m2
Tilboð
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1908
Brunabótamat
53.237.000
Fasteignamat
22.650.000

Eignatorg kynnir: Sólheimar á Hvammstanga sem er virðulegt einbýlishús á þremur hæðum. Húsið er múrhúðað timburhús á hlöðnum kjallara. Húsið stendur á 1.670 fm lóð á skemmtilegum stað í bænum.

Skv. skráningu Þjóðskrár er húsið 186,1 fm.

Nánari lýsing: Fyrsta hæð skiptist í forstofu, herbergi með gluggum á tvo vegu, stofu og borðstofu með gluggum á tvo vegu í hvoru rými, eldhús með eldri innréttingu og glugga. Aðgengilegt er að breyta hluta stofurýmis í svefnherbergi.
Viðarstigi er upp á efri hæðina sem skiptist í gang, baðherbergi með glugga og þrjú svefnherbergi.
Yfir efri hæðinni er nokkuð rúmgott geymsluris.
Í kjallaranum eru þvottaaðstaða, geymslur og gamall vatnsbrunnur.

Húsið þarnast umtalsverðs viðhalds og endurnýjunar en býður upp á mjög skemmtilega nýtingarmöguleika.

Lóðarmörk eins og þau eru teiknuð á loftmynd í auglýsingu kunna að vera ónákvæm.

Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 0 - 95.000.- Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.