Koltursey , 861 Hvolsvöllur
Tilboð
Lóð/ Jörð
2 herb.
32 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2008
Brunabótamat
185.100.000
Fasteignamat
56.524.000

Eignatorg kynnir: Koltursey, Rangárþingi eystra. Um er að ræða afar áhugaverða eign með fallegu íbúðarhúsi, gestahúsi, hesthúsi með reiðskemmu og geymslu / hesthúsi. Landið er 10 hektarar. Mikið og glæsilegt útsýni. Stutt er í Hvolsvöll þar sem er öll helsta verslun og þjónusta. Ljósleiðari komin inn í íbúðarhús og tengdur.

Skv. skráningu Fasteignaskrár eru eftirfarandi hús á eigninni:
Íbúðarhús, byggt 2011, samtals 80 fm. - Inn í þá skráningu vantar sólstofu.
Gestahús byggt 2008, samtals 32,6 fm - Inn í þá skráningu vantar viðbyggingu sem er í dag rúmgott hjónaherbergi.
Hesthús byggt 2017, samtals 449,9 fm.
Óskráð er svo viðbótar hesthús / geymsla.

Nánari lýsing:
Íbúðarhús er timburhús á steyptum sökkli og skiptist í forstofu, stofu, opið eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi, geymslu með glugga sem nýtt hefur verið sem svefnherbergi og sólstofu. Fataskápar eru í öllum svefnherbergjum. Á sólpallinum er frístandandi 8 fm geymsla. Húsið er kynt með gólfhitakerfi. Rúmgóður sólpallur er við húsið með skjólveggjum.
Gestahús er timburhús á steyptum sökkli og skiptist í stofu, opið eldhús, baðherbergi, þvottahús/geymslu og hjónaherbergi. Skriðkjallari er undir húsinu. Rúmgóður sólpallur er við húsið.
Hesthús er bogaskemma á steyptum sökkli með steyptum veggjum og skiptist í 18 rúmgóðar eins hesta stíur, þar af 6 stóðhestastíur með háum milligerðum, járningaaðstöðu, hnakkageymslu og rúmgott reiðsvæði. Tvær innkeyrsluhurðir og tvær gönguhurðir eru á húsinu. Við hesthúsið eru góð gerði.
Hesthús / geymsla er timburhús á steyptum sökkli með fjórum rúmgóðum tveggja hesta stíum og geymslu.

Landið er mikið hólfað niður, allar girðingar eru tengdar við öfluga rafmagnsstöð og vatnslagnir eru út í flest hólfin.

Skv. gildandi deiliskipulagi fyrir landið er heimilt að íbúðarhús sé allt að 250 fm. á tveimur hæðum, bílskúr / skemma við gestahús allt að 100 fm., reiðskemma allt að 1.500 fm. og einnig er gert ráð fyrir allt að 5 smáhýsum sem mega vera allt að 25 fm. hvert.

Neysluvatn kemur frá Vatnsveitu Vestmannaeyja.

Ath. landamerki eins og þau eru teiknuð á loftmynd kunna að vera ónákvæm.

Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0 - 1,8%. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.