Stóriteigur 7, 270 Mosfellsbær
118.500.000 Kr.
Raðhús
4 herb.
147 m2
118.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1972
Brunabótamat
69.000.000
Fasteignamat
90.000.000

Eignatorg kynnir: Glæsilegt og mjög mikið endurnýjað 4ra herbergja endaraðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Á undanförnum misserum hefur húsið verið endurnýjað verulega, s.s. innréttingar, gólfefni, gönguhurðir, bílskúrshurð, gluggar og gler, raflagnir, neysluvatns- og hitalagnir, frárennslislagnir og þakefni. Eftir stendur nokkur lokafrágangur. Mjög stutt er í skóla og alla helstu verslun og þjónustu.

Skv. skráningu Þjóðskrár er íbúðarhlutinn 118,9 fm og bílskúrinn 28,6 fm. Samtals er eignin því skráð 147,5 fm.

Nánari lýsing: Forstofa með flísum á gólfi og hita í gólfi. Þvottahús með flísum á gólfi, innréttingu og glugga. Gestasnyrting með flísum á gólfi, innréttingu og upphengdu salerni. Sjónvarpshol með parketi á gólfi. Opið eldhús með glæsilegri innréttingu, eldavélareyju, spanhelluborði, tveimur ofnum og marmaraplötum á borði. Stofa með parketi á gólfi, gluggum til suðurs og hurð út í suðurgarð. Innbyggð led lýsing er í stofu, holi og eldhúsi. Svefnherbergisgangur með parketi á gólfi og nettri skrifstofuaðstöðu. Herbergi með parketi á gólfi. Baðherbergi með flísum á gólfi, flísum á veggjum, sturtu og upphengdu salerni. Herbergi með parketi á gólfi. Hjónaherbergi með parketi á gólfi.
Bílskúrinn er með gönguhurð, rafdrifnum opnara, rafmagni og hita.

Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700.- af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 0 - 95.000.- Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.