Eignatorg kynnir: Austurgarður 2, Norðurþingi. Um er að ræða áhugaverða jörð með góðum húsakosti skammt frá Ásbyrgi. Staðsetning jarðarinnar býður upp á mikla möguleika m.a. í ferðaþjónustu. Mikil umferð ferðamanna er í Ásbyrgi sem er skammt frá og á árinu 2021 komu nærri 50.000 manns í Gljúfrastofu sem er gestamóttakan í Ásbyrgi. Veiðihlunnindi eru í Litluá og í sjó. Ljósleiðari kominn inn í íbúðarhús og fjárhús og tengdur. Möguleiki á 3ja fasa rafmagni. Góð sameiginleg vatnsveita.
Land jarðarinnar er nærri 1.350 hektarar í óskiptri sameign með Austurgarði 1 og 39,9 hektarar í séreign.Skv. skráningu Þjóðskrár er húsakostur eftirfarandi:
Íbúðarhús byggt 1973, samtals 149,5 fm.
Fjárhús byggð á árunum 1951 - 1975, samtals 398 fm.
Hlöður byggðar á árunum 1969 - 1979, samtals 285,5 fm.
Alifuglahús byggð á árunum 1961 - 1973, samtals 499,5 fm.
Nánari lýsing: Íbúðarhús er steinsteypt á einni hæð með steyptri loftaplötu og hefur fengið gott viðhald. Húsið skiptist í forstofu, gang, rúmgott eldhús, rúmgóða og bjarta stofu og borðstofu, fjögur svefnherbergi, þvottahús og geymslu/herbergi.
Fjárhús og hlöður eru í góðu standi og bjóða upp á mikla notkunarmöguleika. Fjárhús er einangrað að mestu og klætt með litaðri stálklæðningu.
Alifuglahús eru stálgrindarhús sem nýta mætti á marga vegu.
Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson búfræðingur og löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0 - 1,8%. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.