Vaðlar , 426 Flateyri
240.000.000 Kr.
Lóð/ Jörð
11 herb.
1517 m2
240.000.000
Stofur
3
Svefnherbergi
8
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
323.503.000
Fasteignamat
57.946.000

Eignatorg kynnir: Lögbýlið Vaðlar Ísafjarðarbæ, landnr. L141026. Um er að ræða jörð með góðum húsakosti. Mjög snyrtilegt og skemmtilega skipulagt íbúðarhús. Eldra íbúðarhús sem býður upp á góða nýtingarmöguleika. Mjög gott lausagöngufjós. Aðgengilegt er að breyta fjósinu í hefðbundið iðnaðarhúsnæði. Rafstöð sem mögulegt er að stækka. Til staðar er grunnur / kjallari undir u.þ.b. 508,2 fm uppeldishús / atvinnuhúsnæði. Gert er ráð fyrir að uppeldishús og fjós séu samtengd og innangengt á milli.
Gróið land jarðarinnar er talið vera nærri 170 hektarar og ræktað land þar til viðbótar 15 hektarar.
Ljósleiðari kominn inn í nýrra íbúðarhús og tengdur. Gert er ráð fyrir ljósleiðaratengingiu inn í eldra íbúðarhús. 3ja fasa rafmagn frá Orkubúi Vestfjarða. Mjög gott, lokað vatnsból.
Jörðin er seld án framleiðsluréttar, áhafnar og véla.
U.þ.b. 12 km. eru á Flateyri og u.þ.b. 20 km. á Ísafjörð þar sem er öll helsta verslun og þjónusta.


Skv. skráningu Fasteignaskrár eru byggingar eftirfarandi:
Íbúðarhús byggt 1988, samtals skráð 170,5 fm.
Íbúðarhús byggt 1948, samtals skráð 128 fm en er nokkru stærra að gólfleti þar sem efri hæðin er undir súð.
Fjós byggt 2003, samtals 561 fm.
Véla- og verkfærageymsla byggð 1981 samtals 145 fm.
Alifuglahús byggt 1963, samtals 11,5 fm.
Rafstöð byggð 1965 samtals 14,9 fm.
Eldri útihús byggð á árunum 1949 - 1965 samtals 525,7 fm
Til staðar er grunnur undir hús sem er skv. teikningum 508,2 fm.
Ræktað land jarðarinnar er 15 - 16 hektarar.
Gróið land jarðarinnar er talið vera nærri 170 hektarar og ræktað land er þar til viðbóar 15 hektarar.

Nánari lýsing:
Íbúðarhúsið er timburhús á steyptum grunni og skiptist í Forstofu, rúmgóða og bjarta stofu, bjarta sólstofu, gott eldhús, glæsilegt, rúmgott baðherbergi, þrjú svefnherbergi (upphaflega fjögur svefnherbergi og auðvelt að breyta til baka), þvottahús og bakinngang. Í hluta hússins er uppsett milliloft sem hentar vel sem skrifstofuaðstaða eða svefnaðstaða.
Eldra íbúðarhúsið  fær rafmagn frá núverandi rafstöð. Húsið er upphaflega timburhús en síðar eru útveggir steyptir. Húsið er á tveimur hæðum og skiptist í forstofu, stofu, eldhús, fjögur svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslur.
Fjósið er stálgrindarhús á steyptum grunni og er lausagöngufjós og aðgengilegt væri að breyta fjósinu í hefðbundið iðnaðarhúsnæði þar sem ekki er haughús undir fjósinu nema að mjög litlu leiti. Innkeyrsluhurð er á gafli fjóssins (H3,60 m. B 3 m.) Eftirlitsmyndavélakerfi er í fjósinu. Við fjósið er grunnur að húsi sem skv. teikningum tengist fjósinu.
Véla- og verkfærageymsla er einföld að gerð en nýtist vel sem vinnuaðstaða eða geymsla.
Rafstöðin framleiðir í dag að hámarki 12 kw. 3x220 v. og er rafmagnið notað í eldra íbúðarhúsi og eldri útihúsum, en í undirbúningi er endurnýjun og stækkun stöðvarinnar upp í nærri 60 kw. framleiðslu. Til staðar eru rör í virkjunina sem mögulegt er að fá keypt.
Eldri útihús eru sambyggð og er mögulegt að nýta þau með ýmsum hætti.

Góð malarnáma er á jörðinni.

Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0 - 1,8%. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.