Eignatorg kynnir: Fallegt og töluvert endurnýjað 4ra herbergja einbýlishús sem er hæð og kjallari. Mjög gott geymslurými í kjallara. Nýlega hefur húsið verið múrviðgert og málað, bæði útveggir og þak. Útitröppur steyptar. Nýr suður sólpallur. Nýtt parket á gólfum og nýjir ofnar. Húsið er allt nýmálað að innanverðu og er mjög snyrtilegt. Eignin er laus og til afhendingar við undirritun kaupsamnings.Skv. skráningu Þjóðskrár er húsið samtals 114,3 fm.
Nánari lýsing: Gengið er inn á efri hæð hússins. Forstofa með flísum á gólfi. Hol með parketi á gólfi. Stofa með parketi á gólfi og gluggum á tvo vegu. Herbergi með parketi á gólfi og skáp. Herbergi með parketi á gólfi og skápum. Baðherbergi með flísum á gólfi, flísum á veggjum, sturtuklefa og glugga. Eldhús með parketi á gólfi, innréttingu, borðkrók og gluggum á tvo vegu. Uppþvottavél í eldhúsi fylgir með. Hjónaherbergi með parketi á gólfi og skápum.
Í kjallara er þvottahús og rúmgott geymslurými með glugga sem býður upp á ýmsa nýtingu. Sér inngangur er í kjallarann.
Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 0 - 95.000.- Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.