Eignatorg kynnir: Nýtt á skrá - Glæsilegt einbýlishús á einni hæð sem stendur á Hellishólum í Fljótshlíð. Húsið er selt á byggingarstigi.Skv. skráningartöflu er húsið 133,7 fm.
Húsið er á byggingarstigi og verður afhent fullfrágengið að utan með steyptri verönd í kring um allt húsið. Að innan verður húsið einangrað og rakavarnarlag og lagnagrindur komnar á veggi og tvöföld grind í loft. Öflug varmadæla er kominn í húsið og sér hún um að hita gólfhitakerfi, neysluvatn og möguleiki er á heitum potti sem lagt er fyrir. Möguleiki er á að fá húsið lengra komið.
Skv. teikningum skiptist húsið í forstofu, fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, eldhús, stofu og geymslu / inntaksrými.
Húsið er selt með lóðarleigu réttindum og er lóðarleiga kr. 120.000.- per ár. Til greina kemur að fá lóðina keypta.
Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt á.
Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 0 - 95.000.- Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.