Eignatorg kynnir: Nýtt á skrá - Hótel Breiðavík, Vesturbyggð. Um er að ræða hótel í fullum rekstri sem selst með öllum fasteignum og búnaði sem tilheyrir rekstrinum ásamt u.þ.b. 12 hektara eignarlandi. Hótelið stendur í 14 km. fjarlægð frá Látrabjargi sem er stærsta fuglabjarg í Evrópu. Til greina kemur að fá jörðina Breiðavík, Vesturbyggð keypta með hótelinu. Skv. skráningu Fasteignaskrár eru byggingar eftirfarandi:Gistiheimili byggt 1952, samtals 736,4 fm.
Gistihús byggt 2004, samtals 441,3 fm.
Matsalur byggður 2014 samtals 289,2 fm.
Matsalur byggður 2013, samtals 104,9 fm.
Íbúð byggð 1952, samtals 72 fm.
Þjónustuhús byggt 2017, samtals 55,8 fm.
Véla- og verkfærageymsla byggð 1963, samtals 78,9 fm.
Fjós byggt 1960, samtals 185,2 fm.
Hlaða byggð 1957, samtals 118,4 fm.
Votheysgryfja byggð 1957, samtals 31,5 fm.
Fjárhús byggð 1964, samtals 135,0 fm.
Hjallur byggður 1955, samtals 41,3 fm.
Refahús byggt 1985, samtals 778,2 fm.
Inn í þessa upptalningu vantar starfsmannaaðstöðu sem er viðbygging við véla- og verkfærageymslu ásamt sumarhúsi sem nýtt er sem aðstaða fyrir starfsmenn og er talin vera samtals 231 fm.
Nánari lýsing: Eignin samanstendur af eldri byggingum sem hafa fengið mjög gott viðhald og nýrri gistieiningum sem hafa verið byggðar á undanförnum árum. Mjög miklar viðhaldsaðgerðir hafa átt sér stað á eldri byggingum frá árinu 2017. Skolp hefur allt verið endurnýjað í öllum grunnum út að nýjum rotþróm með siturlögnum. Rafmagn hefur verið stórlega endurnýjað ásamt öllum nýjum rafmagnstöflum. Allar vatnslagnir eru komnar í plast eða álpex bæði innan hótels sem utan. Allir gluggar voru settir nýir í elstu bygginguna árið 2023, alls 45 gluggar.
Hótelið hefur 24 herbergi með baði, 4 herbergi án baðs, 10 herbergi fyrir svefnpokapláss ásamt morgun- og kvöldverðarsal sem tekur ágætlega 120 manns í sæti. Móttökusalur með bar um 50 fm, ásamt þriðja salnum sem er kallaður glersalur með um 100 sæti, skjávarpa og sjónvarpi. Stórt iðnaðareldhús inn af matsal, vel skipulagt og útbúið eldhús með eldunartækjum fyrir gas, inn af eldhúsi er stór móttökulager fyrir vörur með kæli og frysti. Annað iðnareldhús sem var notað fram til 2014 en er nú notað við bakstur samhliða bakstursaðstöðu með bökunnar áhöldum og tækjum.
Öll aðstaða fyrir gesti er til fyrirmyndar og vinnu- og íbúðaraðstaða starfsfólks mjög góð.
Íbúð er 4ra herbergja og sambyggð eldri gistiaðstöðu.
Fjós endurbyggt sem íbúð árið 2018 með stórum svölum. Fjórir inngangar eru þar inn. Í dag er þessi íbúð u.þ.b. tilbúin til innréttinga.
Hlöðu og votheysgryfju hefur verið breytt í geymslu og verkstæði með stórri innkeyrsluhurð með einangrað og upphitað rými fyrir verkfæri.
Tjaldsvæði er með eldunaraðstöðu og matsal fyrir 50 manns auk salerna, þá er sér aðstaða með sturtum og salernum auk uppvöskunaraðstöðu. Rafmagnstenglar eru víða á svæðinu fyrir húsbíla.
Véla- og verkfærageymslu var
breytt árið 2017 í setu og leikstofu með eldhúskrók fyrir starfsfólk og sett upp viðbygging með samtals 10 svefnherbergjum. Því til viðbótar er starfsmannaaðstaða í sumarhúsi sem stendur þar nærri.
Hjallur er í dag fulleinangrað hús með steyptu gólfi og hýsir vara aflsstöð fyrir hótelið með 300 kw. diesel stöð.
Refahús er byggt á steyptum sökkli með bárujárnsklæddri timburgrind og hefur verið breytt í geymslu og þak einangrað að hluta. Allt húsið er lokað og er með stórri innkeyrsluhurð.
Vatnsból er lindarvatn auk borholu með sjálfvirkri dælingu og starfsleyfi.
Í undirbúningi er að leggja 3ja fasa veiturafmagn með jarðstreng og ljósleiðara að hótelinu á árinu 2025.
Hér er um að ræða sérlega vel uppbyggt hótel á einstökum stað hvað varðar náttúrufegurð og möguleika til útivistar.
Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0 - 1,8%. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.