Eignatorg kynnir: Nýtt á skrá - Lögbýlið Hesthagi, Grímsnes- og Grafningshreppi. Um er að ræða jörð í byggð með íbúðarhúsi, gestahúsi og hesthúsi. Ljósleiðari kominn inn og tengdur. Hitaveita og forhitarar. Heitur pottur. Til greina kemur að fá keyptar með vélar skv. tækjalista seljanda. Landstærð er 16 hektarar, þ.a. u.þ.b. 4,5 ha. ræktað land. Annað land er grasi gróið og gott beitiland. Jörðin býður upp á mikla notkunarmöguleika, ekki síst í ferðaþjónustu.Skv. skráningu Fasteignaskrár er húsakostur eftirfarandi:
Íbúðarhús byggt 2008, skráð 64,5 fm. Inn í þá skráningu vantar u.þ.b. 30 fm. geymslu í kjallara.
Gestahús byggt 2008, skráð 20,9 fm.
Hesthús byggt 2012, skráð 50 fm.
Nánari lýsing:
Íbúðarhús: Forstofa með flísum á gólfi og fatahengi. Herbergi með parketi á gólfi. Hjónaherbergi með parketi á gólfi. Baðherbergi með flísum á gólfi, hita í gólfi, flísum á veggjum, sturtuklefa, innréttingu, handklæðaofni, tengi fyrir þvottavél og hurð út. Eldhús með parketi á gólfi, hita í gólfi, fallegri innréttingu, borðkrók og gluggum. Stofa með parketi á gólfi, hita í gólfi, gluggum til suðurs og huirð út á rúmgóðan sólpall þar sem er heitur pottur, góð aðstaða fyrir grill og gott gestahús.
Undir húsinu er nærri 30 fm upphituð geymsla. Einfalt gróðurhús er við húsið.
3ja fasa, uppsett hleðslustöð fylgir með.
Gestahúsið: Alrými með parketi á gólfi og eldhúskrók. Snyrting með parketi á gólfi.
Hesthúsið er með stíum fyrir 7 hross, innkeyrsluhurð og tveimur gönguhurðum, gluggum og rafmagni. Gott gerði er við húsið. Einfalt væri að nýta hesthúsið með ýmsum öðrum hætti.
Afmörkuð hefur verið lóð fyrir annað íbúðarhús inni á jörðinni með heimreið og trjágróðri. Búið er að jarðvegsskipta og ganga frá rotþró.
Einfalt skýli fyrir vélar hefur verið útbúið nærri hesthúsinu.
Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0 - 1,8%. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.