Eignatorg kynnir: Nýtt á skrá - Fallegt, bjart, skemmtilega skipulagt og vel viðhaldið einbýlishús á einni hæð með bílskúr á sérlega rólegum stað. Nýleg steinlögn með hitalögnum undir er fyrir framan bílskúr og inngang inn í húsið. Þakjárn var endurnýjað fyrir ca 10 - 15 árum. Frárennsli, hitagrind, neysluvatnslagnir, ofnalagnir, ofnar og frárennslislagnir hafa verið endurnýjaðar á undanförnum árum.Skv. skráningu Fasteignaskrár er íbúðarhlutinn 131,6 fm. og bílskúrinn 36,3 fm. Samtals er eignin því skráð 167,9 fm.
Nánari lýsing: Forstofa með flísum á gólfi og forstofuskáp. Gestasnyrting með flísum á gólfi og innréttingu. Þvottahús með máluðu gólfi, vinnuborði, skolvaski, sturtu og gluggum á tvo vegu. Rúmgóð og björt stofa og borðstofa með parketi á gólfi, gluggum á tvo vegu og hurð út á vestur sólpall. Eldhús með linoleum partketi á gólfi, upprunalegri innréttingu, borðkrók og gluggum. Búr með skápum og hillum. Svefnherbergisgangur með parketi á gólfi. Herbergi með parketi á gólfi og skáp. Herbergi með parketi á gólfi og skáp. Hjónaherbergi með dúk á gólfi og skápum. Baðherbergi með flísum á gólfi, flísum á veggjum, innréttingu, baðkari og glugga.
Bílskúrinn er með rafdrifnum opnara á innkeyrsluhurð, tveimur gönguhurðum, rafmagni, hita og gluggum.
Búr sem er inn af eldhúsi mætti hæglega gera að þvottahúsi og breyta þvottahúsinu, sem notað er í dag, í rúmgott svefnherbergi með gluggum á tvo vegu.
Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 0 - 95.000.- Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.