Eignatorg kynnir: Nýtt á skrá - Landspilda sem liggur meðfram Þjóðvegi 1, u.þ.b. 10 km fyrir austan Hvolsvöll. Mikið og glæsilegt útsýni er frá landinu og möguleiki til kynningar á starfsemi innan lóðarinnar miklir vegna nálægðar við Þjóðveg 1.Skv. uppdrætti sem unnin hefur verið að spildunni er stærð hennar 6,8 hektar.
Skv. aðalskipulagi Rangárþings eystra er landið skráð sem landbúnaðarland.
Yfirstandandi er vinna við stofnun spildunnar úr landi Straums, Rangárþingi eystra, og verður eignin afhent samhliða undirritun kaupsamnings þegar spildan hefur verið skráð í kerfum Fasteignaskrár.
ATH.: Rauðar línur sem teiknaðar eru inn á loftmynd í auglýsingu eru einvörðungu til kynningar og kunna að vera ónákvæmar. Staðfest merkjalýsing er það sem gildir.Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteignasali í síma 510-3500 / 615-1020 eða [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,4% - 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0 - 1,8%. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.